Pattern

Fallegustu prjónamunstur sem ég hef séð. Tel ég mig nokkuð þolinmóða þegar viðkemur prjónamennsku en ég þyrfti að vera á eyðieyju og engin nálægt mér ef ég ætti að treysta mér í að ráðast í þetta. Mikið er þetta fallegt. 

ravelry.com

cape

Þegar ég sat á kaffihúsi í París fyrir um ári síðan sá ég konu sveipaðri slá, með barðastóran hatt og með stór sólgleraugu. Kventýpa Hercule Poirot í njósnaleiðangri.  Hún hefði getað verið með litla Roger 380 byssu í veskinu og hlerunartæki í öðru eyranu. Þarna fyrir framan mig situr þessi myndarlega kona með vel snyrtu neglurnar í fallegustu slá sem ég hafði séð. Síð camel-lituð ullarslá, einhneppt að framan. Það merkilega er að ég hef oft hugsað um þessa slá og hef síðan þá verið með augun opin fyrir slám í líkingu við þessa en aldrei fundið. Hér koma nokkrar myndir af fallegum slám sem gaman er að skoða. Njótið. 

Natural

Ég hef verið nokkuð föst í jarðlitum um nokkurt skeið, bæði heima fyrir og í klæðnaði. Það er eitthvað svo hlýlegur og rómantískur blær yfir kremuðu og gráu litunum sem hafa verið vinsælir nú upp á síðkastið og nú þegar haustið er að nálgast langar mig að prjóna stóra og víða peysu í jarðlit með brúnum tón. Set inn hér nokkrar myndir af þeirri litapallettu sem ég hef í huga, en ég er ekki komin með hugmynd að neinu sniði. 

Sneakers time

Sem betur fer er strigaskó-tískan allsráðandi núna. Það er gott úrval til af fallegum skóm í búðum hér heima. Mínir uppáhalds strigaskór eru Bensimon sem fást í Fríhöfninni og kosta aðeins 5.900 krónur. Þeir eru til í nokkrum litum og gerðum, bæði reimaðir og ballerina´s. Fögnum því að þægindin eru í fyrirrúmi þetta sumarið.

Þessir fást í Topshop

Þessir fást í Topshop

Topshop

Topshop

Adidas í miklu uppáhaldi.

Adidas í miklu uppáhaldi.

Bensimon 

Bensimon 

Ivory

Rómantískasti liturinn í litapallettunni er tvímælalaust Ivory.