Before and after

Hér er íbúð sem ég var að taka aðeins í gegn, (fyrir) myndirnar hefðu getað verið aðeins betri en læt þessar duga í bili. Ég lofaði að deila þessu verkefni mínu með ykkur og hér kemur loka niðurstaðan. Ég skipti um parket, það voru dúkar á öllum herbergjum og langaði mig að vera með sama gólfefni allsstaðar. Veddinge eldhúsinnréttingin er frá Ikea. Málaði veggi, hurðar og sólbekki hvíta. Góða helgi.

Stofan fyrir

Stofan fyrir

Stofan

Stofan

Eldhús og hér að neðan er gangurinn

Eldhús og hér að neðan er gangurinn

Knit for the Fall

Haust uppskriftarbækurnar og blöðin eru komin í flestar prjónaverslanir landsins. Mín uppáhalds bók er frá Rowan og fæst í Storkinum. Þær uppskriftir eru þægilegar að fara eftir og mikið af fallegum peysum á bæði kynin. Nú er Storkurinn að byrja með samprjón sem verður á mánudögum. Ígildi námskeiðisins þ.e. allir prjóna barnapeysu eftir uppskrift á Brooklyn Tweed garni og hittast einu sinni í viku til að bera saman bækur sínar og taka þátt í leiðsögn.  Ég sjálf er að prjóna peysu úr þessu garni og miðast vel. Uppskriftirnar eru amerískar og aðeins öðruvísi en þær bresku en ekkert sem ekki er hægt að fá hjálp við hjá Storkinum.

 

Blue

ed821f9f7cf54865c323f72ec02142aa.jpg

Fall

Njótið helgarinnar

98eabee11e136ecc3ca1e45eaa647ca0.jpg

Look I love

Merkilegt hvað maður festist í þessum svarta lit. Alltaf jafn heillandi.

Kids

Big loop yarn

Loopy Mango er fyrirtæki í örum vexti sem stofnað var af tveimur vinkonum árið 2004 í New York. Þær hafa þróað garn úr Merino ull sem hefur þann eiginleika að vera eitt það grófasta sem hægt er að prjóna úr á prjóna númer 25 mm. Skoðið síðuna hjá þeim sem er uppfull af allskyns skemmtilegum fróðleik. http://loopymango.com/

Green treasure

Oversized

Þið verðið að fyrirgefa hvað ég hef verið lítið að pósta hér undanfarið. Hef verið nokkuð upptekin að gera upp krúttilega íbúð sem ég mun sýna hér í september.

Það nýjasta í fataskápnum verður tvímælalaust kápa í yfirstærð. Ég er nokkuð fegin því að þetta er komið aftur í tísku þar sem mér er alltaf kalt og ég get verið í tveimur peysum innanundir án þess að vera eins og strekktur köttur. Best er að kíkja í Rauða Kross búðina og athuga hvort ekki finnist eitthvað bitastætt þar.

Pattern

Fallegustu prjónamunstur sem ég hef séð. Tel ég mig nokkuð þolinmóða þegar viðkemur prjónamennsku en ég þyrfti að vera á eyðieyju og engin nálægt mér ef ég ætti að treysta mér í að ráðast í þetta. Mikið er þetta fallegt. 

ravelry.com