Hvít gólf

Heitasta trendið í viðargólfefnum í dag eru breiðar fjalir og nokkuð í grófari kantinum, en ef fólk er með viðargólfefni sem hentar ekki þá er alltaf hægt að breyta því með bæsi eða máluðu gólfi. Ég er búin að prófa að hvítbæsa eikargólf sem var orðið lúið og lét lakka það með möttu lakki og kom það mjög vel út. Það sem kom mest á óvart var hvað lítið sést á gólfinu, ryk og óhreinindi og annað sem oft myndast á heimilum og mæli ég eindregið með þessum hvíta lit. En veit einhver hér hvernig er að vera með máluð hvít gólf og hvernig málning er notuð og hvaða undirbúningsvinna þarf til? 

Hvít gólf