Hip

Cold out

Gleðilegt nýtt ár kæru blogg vinir. Ég ætla að byðjast afsökunar á seinagangi hér á færslum en það er ástæða að segja frá því. Ég er ekki endilega sú færasta í netheiminum en ég er komin með nýtt forrit fyrir bloggið og átti í nokkru basli með að henda inn hér færslum. Eeeen nú er ég komin með örlítið meiri þekkingu á kerfinu sem þýðir að ég mun pósta hér eins og áður. 

Njótið.

Casual

Get that denim

Have a great weekend

Oversized

Þið verðið að fyrirgefa hvað ég hef verið lítið að pósta hér undanfarið. Hef verið nokkuð upptekin að gera upp krúttilega íbúð sem ég mun sýna hér í september.

Það nýjasta í fataskápnum verður tvímælalaust kápa í yfirstærð. Ég er nokkuð fegin því að þetta er komið aftur í tísku þar sem mér er alltaf kalt og ég get verið í tveimur peysum innanundir án þess að vera eins og strekktur köttur. Best er að kíkja í Rauða Kross búðina og athuga hvort ekki finnist eitthvað bitastætt þar.

cape

Þegar ég sat á kaffihúsi í París fyrir um ári síðan sá ég konu sveipaðri slá, með barðastóran hatt og með stór sólgleraugu. Kventýpa Hercule Poirot í njósnaleiðangri.  Hún hefði getað verið með litla Roger 380 byssu í veskinu og hlerunartæki í öðru eyranu. Þarna fyrir framan mig situr þessi myndarlega kona með vel snyrtu neglurnar í fallegustu slá sem ég hafði séð. Síð camel-lituð ullarslá, einhneppt að framan. Það merkilega er að ég hef oft hugsað um þessa slá og hef síðan þá verið með augun opin fyrir slám í líkingu við þessa en aldrei fundið. Hér koma nokkrar myndir af fallegum slám sem gaman er að skoða. Njótið. 

Nude legs

Ég vildi að ég gæti sagt að ég nyti mín í stuttbuxum en svo er ekki. Þegar konur eru komnar á minn aldur (á ekki við um allar konur) fer húðin að losna frá beinunum og ekki æskilegt að sýna það svo. Þrátt fyrir það þá heillast ég af stuttbuxum og nú er aldeilis tíminn til að skarta þeim. Njótið góða veðursins og hafið það gott yfir helgina.

1be1b0c97804ae2d073c26ad91dc3054.jpg
b7b11609555508f39bc936a57bd17742.jpg