Knit for the Fall

Haust uppskriftarbækurnar og blöðin eru komin í flestar prjónaverslanir landsins. Mín uppáhalds bók er frá Rowan og fæst í Storkinum. Þær uppskriftir eru þægilegar að fara eftir og mikið af fallegum peysum á bæði kynin. Nú er Storkurinn að byrja með samprjón sem verður á mánudögum. Ígildi námskeiðisins þ.e. allir prjóna barnapeysu eftir uppskrift á Brooklyn Tweed garni og hittast einu sinni í viku til að bera saman bækur sínar og taka þátt í leiðsögn.  Ég sjálf er að prjóna peysu úr þessu garni og miðast vel. Uppskriftirnar eru amerískar og aðeins öðruvísi en þær bresku en ekkert sem ekki er hægt að fá hjálp við hjá Storkinum.