cape

Þegar ég sat á kaffihúsi í París fyrir um ári síðan sá ég konu sveipaðri slá, með barðastóran hatt og með stór sólgleraugu. Kventýpa Hercule Poirot í njósnaleiðangri.  Hún hefði getað verið með litla Roger 380 byssu í veskinu og hlerunartæki í öðru eyranu. Þarna fyrir framan mig situr þessi myndarlega kona með vel snyrtu neglurnar í fallegustu slá sem ég hafði séð. Síð camel-lituð ullarslá, einhneppt að framan. Það merkilega er að ég hef oft hugsað um þessa slá og hef síðan þá verið með augun opin fyrir slám í líkingu við þessa en aldrei fundið. Hér koma nokkrar myndir af fallegum slám sem gaman er að skoða. Njótið.