Do what you like

Cute knit for kids

Það er til ótrúlegt magn af uppskriftum af peysum svipuðum þessum hér á myndunum í öllum prjónabúðum landsins.-  Mínar uppáhalds er Storkurinn (get setið þar tímunum saman og lesið uppskriftir) Fjarðarkaup, ótrúlegt úrval af garni og blöðum og frábær þjónusta. -  Hæglega er hægt að gera smá breytingar á hvaða uppskrift sem er og þá er gaman að skoða peysur eins og þessar til að rýna í nýjar hugmyndir.

Verði ykkur að góðu.

Knit for the Fall

Haust uppskriftarbækurnar og blöðin eru komin í flestar prjónaverslanir landsins. Mín uppáhalds bók er frá Rowan og fæst í Storkinum. Þær uppskriftir eru þægilegar að fara eftir og mikið af fallegum peysum á bæði kynin. Nú er Storkurinn að byrja með samprjón sem verður á mánudögum. Ígildi námskeiðisins þ.e. allir prjóna barnapeysu eftir uppskrift á Brooklyn Tweed garni og hittast einu sinni í viku til að bera saman bækur sínar og taka þátt í leiðsögn.  Ég sjálf er að prjóna peysu úr þessu garni og miðast vel. Uppskriftirnar eru amerískar og aðeins öðruvísi en þær bresku en ekkert sem ekki er hægt að fá hjálp við hjá Storkinum.

 

Blue

ed821f9f7cf54865c323f72ec02142aa.jpg

Big loop yarn

Loopy Mango er fyrirtæki í örum vexti sem stofnað var af tveimur vinkonum árið 2004 í New York. Þær hafa þróað garn úr Merino ull sem hefur þann eiginleika að vera eitt það grófasta sem hægt er að prjóna úr á prjóna númer 25 mm. Skoðið síðuna hjá þeim sem er uppfull af allskyns skemmtilegum fróðleik. http://loopymango.com/

Knit

Var næstum í þessum töluðu orðum að taka kast á eina peysuna sem ég er að hekla eða þannig. Án upprskriftar ætlaði ég að gera á mig Kimono peysu sem er hekluð tvíbanda og annað garnið er Mohair. En vandamálið er að það er vita vonlaust að rekja upp Mohair því það flækist svo auðveldlega. Ekki mjög gáfulegt að fara af stað með peysu án uppskriftar og geta ekki rekið upp og breytt henni ef sniðið hentar ekki. Nei passið ykkur á þessu prjónarar. 

Handmade

Er byrjuð að hekla mér Kimono jakka. Hef ekki hugmynd um hvernig það mun ganga því ég hef ekki uppskrift en það mun koma í ljós. Spunaprjónn eða hekl getur verið alveg ótrúlega skemmtilegt en krefjandi og getur tekið virkilega á þolinmæðina. Það kostar að rekja upp nokkrum sinnum áður en maður kemst að endanlegri niðurstöðu. Hér koma nokkrar myndir af handunnum peysum. Ætla svo  leyfa ykkur að fylgjast með mínu ferli og set inn uppskrift ef vel gengur.