Hár

Langar að tala aðeins um hár. Get alveg sagt það hér að ég er með hár á við 30 manns og hvert hár er ca. 0.04 mm. Þurrt og úfið eins og pasta skrúfur. En góð efni geta gert allgjör kraftaverk. Ég er ein af þeim sem er dugleg að prófa mig áfram og þá sérstaklega með hárvörur. Það besta sem ég hef prófað hingað til er HempZ sjampó og hárnæring sem inniheldur Hempolíuna eins og nafnið gefur til kynna en aðalatriðið er að Hempz vörurar innihalda hreina og lífræna oliu og er án allra skaðlegra efna eins og Paraben, glútens og Súlfats.  Veit ekki hvar þetta fæst (fékk þetta gefins). En skoðið  https://www.facebook.com/hempz.harvorur.