Concrete

Gömul og góð færsla sem mig langar að pósta aftur. 

Flotaðar borðplötur eru í uppáhaldi hjá mér núna af mörgum ástæðum. Það er gott að þrífa steininn og ekki sést mikið á honum sem mér finnst hinn mesti plús. Það er nokkuð auðvelt að leggja steypuna á fyrir fagmenn. Tekur skamman tíma að þorna ca. sólarhring og svo lökkun annan sólarhring.  Hef verið að skoða svona sjálf og fermetraverð með vinnu er í kringum 6000 krónur með öllu. Læt fylgja hér fallegar myndir af flotuðum (steyptum) borðplötum. Njótið vel. 

Það er hægt að fá steypuna í mismunandi gráum tónum.

Það er hægt að fá steypuna í mismunandi gráum tónum.