Cold out

Gleðilegt nýtt ár kæru blogg vinir. Ég ætla að byðjast afsökunar á seinagangi hér á færslum en það er ástæða að segja frá því. Ég er ekki endilega sú færasta í netheiminum en ég er komin með nýtt forrit fyrir bloggið og átti í nokkru basli með að henda inn hér færslum. Eeeen nú er ég komin með örlítið meiri þekkingu á kerfinu sem þýðir að ég mun pósta hér eins og áður. 

Njótið.

Oversized

Þið verðið að fyrirgefa hvað ég hef verið lítið að pósta hér undanfarið. Hef verið nokkuð upptekin að gera upp krúttilega íbúð sem ég mun sýna hér í september.

Það nýjasta í fataskápnum verður tvímælalaust kápa í yfirstærð. Ég er nokkuð fegin því að þetta er komið aftur í tísku þar sem mér er alltaf kalt og ég get verið í tveimur peysum innanundir án þess að vera eins og strekktur köttur. Best er að kíkja í Rauða Kross búðina og athuga hvort ekki finnist eitthvað bitastætt þar.