Novogratz family

Novogratz fjölskyldan er eitt stórt fyritæki ef ég má orða það þannig. Cortney og Robert kaupa gjarnan hús sem gera þarf upp og selja með hagnaði. En það sem mér finnst mest heillandi er að þau eiga 7 börn, ég spyr mig hvernig í ósköpunum fara þau að þessu?

Að vinna myrkranna á milli,  gera mikið sjálf (með iðnaðarmönnum), hendast á milli markaða til að finna eitthvað bitastætt á heimilið - þess á milli að skutla börnum í skóla og þá mismundandi skóla þar sem þau eru með börn á öllum aldri. 

Ég er með mín 4 börn (á víðum aldri) - ég er ekkert að kvarta en hvernig gerir fólk þetta. Jú ég geri mér grein fyrir að svona fólk fær utanaðkomandi hjálp við margt eins og konu til að þrífa og elda og sækja og skutla en þú er samt uppalandinn og þarft að sinna grunnþörfum barna þinna - halló 7 börn!!

Ber mikla virðingu fyrir svona fólki, því ég gæti þetta ekki nema vera í Adidas gallanum alla daga mánaðarins með hrútalykt í hárinum og hvað þá að vera útivinnandi, nei held ekki.

Ég hef fylgst með þessari fjölskyldu í nokkur ár og hef ótrúlega gaman af, þau eru skemmtileg, vinnusöm og taka sig ekki of alvarlega og einstaklega samrýmd. Fyrir utan hvað þau eru lausnamiðuð og hugmyndaríkir hönnuðir þá er þessi fjölskylda algjörlega frábær (ég vildi að þau væru vinir mínir). 

Ég set inn hér nokkrar myndir en endilega skoðið síðuna þeirra http://www.thenovogratz.com.