My days

 

Stutt orð um vikuna mína

Gísli Jóhannesson Skipstjóri og fyrrverandi tengdafaðir minn var níræðu á dögunum. Haldið var skemmtilegt afmælisboð honum til heiðurs. - Einstakur maður - dáður og elskaður af öllum sem þekkja hann. Til hamingju.

Lego-kubbar settir saman eftir kúnstarinnar reglum "þolinmæði þrautir vinnur allar,"

Nokkuð gestkvæmt var í kotinu. Heiðar fékk Karíus og Baktus í heimsókn en þeir fengu ekki að sitja lengi.

Almennur heimilisbúskapur eins og þrif, eldamennska og bakstur - daglegt amstur.

Handboltaleikir hjá dætrunum, önnur í meistarflokk Vals og hin yngri hjá Gróttu, þessi vika gekk upp og að ofan í bolta-íþróttinni.

Bókalestur: Var að klára Verjandi Jakobs. - Fannst hún langdregin á köflum,góð saga, en ekki nógu vel sniðin fyrir minn smekk. Höfundur: Willam Landay

Frænkurnar Tinna og Helga
Hr. Rax jr.

Hr. Rax jr.