Oversized

Þið verðið að fyrirgefa hvað ég hef verið lítið að pósta hér undanfarið. Hef verið nokkuð upptekin að gera upp krúttilega íbúð sem ég mun sýna hér í september.

Það nýjasta í fataskápnum verður tvímælalaust kápa í yfirstærð. Ég er nokkuð fegin því að þetta er komið aftur í tísku þar sem mér er alltaf kalt og ég get verið í tveimur peysum innanundir án þess að vera eins og strekktur köttur. Best er að kíkja í Rauða Kross búðina og athuga hvort ekki finnist eitthvað bitastætt þar.