Natural

Ég hef verið nokkuð föst í jarðlitum um nokkurt skeið, bæði heima fyrir og í klæðnaði. Það er eitthvað svo hlýlegur og rómantískur blær yfir kremuðu og gráu litunum sem hafa verið vinsælir nú upp á síðkastið og nú þegar haustið er að nálgast langar mig að prjóna stóra og víða peysu í jarðlit með brúnum tón. Set inn hér nokkrar myndir af þeirri litapallettu sem ég hef í huga, en ég er ekki komin með hugmynd að neinu sniði.