Knit

Var næstum í þessum töluðu orðum að taka kast á eina peysuna sem ég er að hekla eða þannig. Án upprskriftar ætlaði ég að gera á mig Kimono peysu sem er hekluð tvíbanda og annað garnið er Mohair. En vandamálið er að það er vita vonlaust að rekja upp Mohair því það flækist svo auðveldlega. Ekki mjög gáfulegt að fara af stað með peysu án uppskriftar og geta ekki rekið upp og breytt henni ef sniðið hentar ekki. Nei passið ykkur á þessu prjónarar.