Gag & Lou

Þetta byrjaði sumarið 2006 í árlegu sumarfríi á frönsku Rívíerunni. Systurnar Margaux and Laura “Gag & Lou”  7 og 10 ára höfðu safnað steinum, perlum og litríkum böndum til að búa til armbönd sér til gamans ásamt öðrum börnum til að selja gestum og gangandi.   Þegar heim var komið (Parísar) fengu þær pöntun frá Zadig & Voltaire sem varð til þess að móðir stúlknanna gerði sér það ljóst að systurnar voru búnar að skapa eitthvað sérstakt. Hún ákvað því að þróa armböndin enn lengra og notast við annan efniðvið eins og gull og silfur (húð) og dýrari steina.  Gag & Lou er orðið stórt og öflugt vörumerki með hugsjón að baki og alveg ótrúlega falleg armbönd á viðráðanlegu verði. Kisan í NYC er að selja armböndin einnig er hægt að kaupa á netinu, skoðið gagetlou.fr