Candy

Verð að deila þessari nammiuppskrift. Þetta mun slá í gegn - ég lofa. Sá hana á Gulur, rauður, grænn og salt og þvílik himnasæla.

 Verði ykkur að góðu.

Sykurlaus karmella með möndlum og dökku súkkulaði
250 g smjör
200 g möndlur
220 g Erytríól sæta með stevíu, frá Via Health  
1 tsk vanilludropar
¼ tsk salt
200 g dökkt súkkulaði, gróflega saxað
50 g pecanhnetur, saxaðar

  1. Setjið möndlurnar á bökunarplötu með smjörpappír og hitið í 175°c heitum ofni í 10 – 15 mínútur eða þar til möndlurnar eru orðnar gylltar. Takið úr ofninum, dreifið þeim nokkuð jafnt yfir smjörpappírinn og geymið.
  2. Gerið karmelluna með því að bræða smjör í potti og bæta síðan sætunni, vanilludropum og salti saman við. Hitið við meðalhita og hrærið reglulega í blöndunni í um 15 mínútur eða þar til blandan er orðin ljósbrún á lit. Hellið þá karmellunni yfir möndlurnar og stráið súkkulaðinu yfir. Bíðið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og sléttið þá úr því og stráið síðan smátt söxuðum pekanhnetum yfir allt.
  3. Látið karmelluna harðna í að minnsta kosti 2 klst og brjótið síðan niður í hæfilega bita…og njótið.

http://gulurraudurgraennogsalt.com/