Finally, a man's sweater pattern

 http://www.knitrowan.com

http://www.knitrowan.com

 http://www.knitrowan.com

http://www.knitrowan.com

 Er að gera þessa á minn mann.                                                        http://www.knitrowan.com

Er að gera þessa á minn mann.                                                        http://www.knitrowan.com

 https://www.ravelry.com

https://www.ravelry.com

November

The right time

Rétti tíminn til breytinga?  

Hjá mér að minnsta kosti, breytingar eru alltaf af hinu góða. Að fara út fyrir þægindarammann þroskar mannskepnuna - allavega segja rannsóknir það. Hefði hugsanlega ekki farið þessa leið nema vera viss um að standa uppi með beinna bak og nokkrum númerum hærri. Ég ákvað að taka skarpa U beygju síðastliðnar vikur. Draumavinnan komin í hús, nám, stórar og feitar hugmyndir að aukaverkefni fyrir árið 2017.

Læt ykkur fylgjast með. 

Njótið

Coat´s

Ég hef alltaf verið veik fyrir fallegum yfirhöfnum. Nú þegar haustið er komið - búðir fullar af fallegum vetrarkápum en kannski ekki eins mikið úrval af sérvöldum flíkum eins og myndirnar sýna hér að neðan, því miður. Það eru bara fjórir hér á landi sem hafa efni á að kaupa sér kápu á sex hundruð tuttugu og sjö þúsund og ég er ekki ein af þeim nema ég landi stóra pottinum, er búin að keyra bæinn á enda og kaupa sjálfval á 4 stöðum. Njótið helgarinnar ekki kaupa lottó (minni líkur fyrir mig). sííjúúú.

Color textile

Eins og þið hafið verið vör við er að ég elska fallegt handprjón ef handprjón skal kalla (allar þessar peysur hugsanlega vélprjónaðar). En engu að síður er hægt að útfæra þær á sinn hátt með fallegum litapallettum og ákveðnum mynstrum í huga og gera að sínu.

 Í þessu tilfelli er notast við fatalit sem málaður er á peysuna eftir á. 

Í þessu tilfelli er notast við fatalit sem málaður er á peysuna eftir á. 

Novogratz family

Novogratz fjölskyldan er eitt stórt fyritæki ef ég má orða það þannig. Cortney og Robert kaupa gjarnan hús sem gera þarf upp og selja með hagnaði. En það sem mér finnst mest heillandi er að þau eiga 7 börn, ég spyr mig hvernig í ósköpunum fara þau að þessu?

Að vinna myrkranna á milli,  gera mikið sjálf (með iðnaðarmönnum), hendast á milli markaða til að finna eitthvað bitastætt á heimilið - þess á milli að skutla börnum í skóla og þá mismundandi skóla þar sem þau eru með börn á öllum aldri. 

Ég er með mín 4 börn (á víðum aldri) - ég er ekkert að kvarta en hvernig gerir fólk þetta. Jú ég geri mér grein fyrir að svona fólk fær utanaðkomandi hjálp við margt eins og konu til að þrífa og elda og sækja og skutla en þú er samt uppalandinn og þarft að sinna grunnþörfum barna þinna - halló 7 börn!!

Ber mikla virðingu fyrir svona fólki, því ég gæti þetta ekki nema vera í Adidas gallanum alla daga mánaðarins með hrútalykt í hárinum og hvað þá að vera útivinnandi, nei held ekki.

Ég hef fylgst með þessari fjölskyldu í nokkur ár og hef ótrúlega gaman af, þau eru skemmtileg, vinnusöm og taka sig ekki of alvarlega og einstaklega samrýmd. Fyrir utan hvað þau eru lausnamiðuð og hugmyndaríkir hönnuðir þá er þessi fjölskylda algjörlega frábær (ég vildi að þau væru vinir mínir). 

Ég set inn hér nokkrar myndir en endilega skoðið síðuna þeirra http://www.thenovogratz.com.